Enski landsliðsmaðurinn Gareth Southgate sem hefur undanfarið ár ítrekað lýst því yfir að hann vilji fara frá Aston Villa hefur loks látið verða af því og gengið í raðir Middlesbrough. Kaupverðið er 6,5 milljónir punda og talið er að Southgate fái um 30þús pund á í vikulaun.

Og meira af félagaskiptum því Southampton hefur keypt miðjumanninn Rory Delap frá Derby fyrir 4 milljónir punda sem gerir hann að dýrasta leikmanni liðsins frá upphafi.

Óvíst er að nýjasta stjarnan á Highbury, Sol Campbell, geti leikið með Arsenal í fyrstu leikjum tímabilsins þar sem hann á við meiðsli að stríða í báðum ökklum. Talsmaður Arsenal sagði að hann myndi ekki taka þátt í fyrsta leik liðsins á undirbúningstímabilinu núna á föstudaginn og ólíklegt þætti að hann færi með liðinu á 4 liða mót í Austurríki seinna í mánuðinum. Missi Campbell af þessum leikjum hefur hann einungis tvo vináttuleiki, gegn Norwich og Barnet, til að koma sér í leikæfingu áður en tímabilið hefst 18. ágúst.

Liverpool gæti einnig átt í vandræðum í byrjun leiktíðar því nú er ljóst að Steven Gerrard verður frá í a.m.k. 6 vikur vegna meiðsla í ökkla sem hann hlaut í æfingabúðum liðsins í Sviss. Þetta þýðir að Gerrard missir af öllu undirbúningstímabilinu og væntanlega af leikjum Liverpool í forkeppni meistaradeildarinnar, leiknum um góðgerðarskjöldinn og fyrstu leikjum liðsins í deildinni.

Og meira af Liverpool (þar sem ég er nú poolari :) ), en liðið sigraði í gær Bayer Leverkusen 3-2 og voru það Owen(41), Heskey(46) og Redknapp(87) sem skoruðu fyrir Liverpool en Neuville(21,65) gerði bæði mörk Leverkusen. Að auki misnotuðu þeir Fowler og Ballack víti fyrir sitt hvort liðið í leiknum.
kv.