Markalaust í Kaplakrika
Fylkir og FH skyldu jöfn í toppslag níundu umferðar í gærkvöldi. Þrátt fyrir markaleysið var leikurinn fjörugur og gaman á að horfa. Bæði lið komust oft á tíðum nálægt því að skora, en markverðir liðanna vörðu mjög vel, auk þess sem stöng Fylkismarksins bjargaði þeim vel í síðari hálfleik. Á sama tíma áttust við Fram og Keflavík í Keflavík, en þeim leik lyktaði með 2:2 jafntefli. Framarar hefðu þó hæglega getað stolið sigrinum með því að nýta a.m.k. eina af þeim tveimur vítaspyrnum sem þeir fengu, en það gerðu þeir ekki. Hins vegar jafnaði Guðmundur Steinarsson í 2:2 fyrir Keflavík úr vítaspyrnu þegar líða var tekið á síðari hálfleikinn. Í kvöld eru tveir leikir á dagskrá, á Akranesi taka heimamenn á móti ÍBV og Breiðablik og Valur eigast við. Níundu umferð lýkur ekki fyrr en 22. ágúst með leik Grindvíkinga og KR, en honum var frestað vegna þátttöku liðanna í Evrópukeppni.