Það kostar sitt fyrir knattspyrnulið að reyna verða besta félagslið Evrópu. Mörg lið eru tilkölluð en aðeins eitt útvalið og hafa 26 af stærstu liðum Evrópu eytt sem samsvarar 55 milljörðum króna í leikmenn það sem af er hausti. Frakkinn Zinedine Zidane varð í gær dýrasti knattspyrnumaður heims þegar hann var seldur frá Juventus til Real Madrid fyrir rúma sex milljarða króna. Það sem er kannski ótrúlegast við þetta er að yfirvofandi eru breytingar á leikmannaskiptum samkvæmt tilskipun Evræopusambandsins og eiga þá þessar gengdarlausu upphæðir að heyra sögunni til. Það breytir engu fyrir félögin. Þau eyða eins og aldrei áður í von um skjótan árangur.


Jæja kæru hugar. Hvað segiði um þetta. Juventus er búið að vera ef þessar upplýsingar (www.visir.is) eru réttar. Að mínu mati er Zidane besti leikmaður heims.

Forza AC Milan…