Þýska stórveldið Bayern München hefur sent KR fyrispurn um Egil Atlason og Tryggva Bjarnason. Áhugi Þjóðverjanna vaknaði fyrir nokkru og nú hefur Bayern sent formlega beiðni til Rekstrarfélags KR um að fá leikmennina til sín til skoðunar. Þetta kemur fram á vefsíðu KR. Einn KR-ingur hefur verið í herbúðum Bayern, en það er Andri Sigþórsson, sem lék með unglingaliði félagsins. Bayern eru eins og flestir vita Evrópumeistarar í knattspyrnu.
Egill er sonur Atla Eðvaldssonar landsliðsþjálfara í knattspyrnu, og Tryggvi er sonur Bjarna Friðrikssonar bronsverðlaunahafa í Júdó frá ÓL 1984 samkvæmt mbl.is.