
—
Samkvæmt textavarpi RÚV þá hefur Fjalar Þorgeirsson markvörður Fram gengið til liðs við sitt gamla félgag Þrótt í 1.deild. Fjalar sem er 24.ára gamall var á sínu öðru tímabili með Fram. Aðeins er beðið eftir leikheimild en hún verður væntanlega komin fyrir morgundaginn en þá leikur Þróttur gegn Stjörnunni. Gunnar Sveinn verður því örugglega í marki Fram í kvöld þegar liðið fer til Keflavíkur en Gunnar var einnig í marki liðsins í bikarsigrinum gegn Val. En af hverju yfirgefur Fjalar Framara á þessum tíma? Sögurnar eru fljótar að koma og sú sem ég heyrði var á þá leið að hann hafi lent í rifrildi við þjálfarann. Fjalar á að hafa farið út að skemmta sér kvöldið fyrir leik og Kristinn þjálfari komst að því og var ekki glaður. Þess vegna var Gunnar í markinu á móti Val. Þetta er bara saga og ég hef ekki hugmynd um hvort hún sé sönn.