Tilboði í Nowotny hafnað
Þýska félagið Bayer Leverkusen hefur hafnað þriggja milljarða tilboði AC Milan í varnarmanninn Jens Nowotny. “Nowotny er ekki til sölu, jafnvel ekki fyrir þessa ótrúlegu upphæð,” sagði Reiner Calmund framkvæmdastjóri Bayer Leverkusen. Nowotny, sem er 26 ára landsliðsmaður, er með samning við Leverkusen til 2005.