Í hádeginu í dag var dregið í 8-liða úrslitum Coca Cola bikarkeppni KSÍ í karla og kvennaflokki. Í pottinum hjá körlunum var eitt lið sem leikur ekki í Símadeildinni, KA sem er í efsta særi í 1.deild. Fram tekur á móti ÍA. Skagamenn eiga harma að hefna því Fram vann leik þessara liða á Laugardalsvellinnum fyrir skömmu. Stórleikur 8-liða úrslitanna verður í Grindavík þar sem Fylkir kemur í heimsókn en þeir slóu KR út úr keppninni í gær. KA menn fá verðugan andstæðing, Keflavík, og fer leikurinn fram fyrir norðan á Akureyri. Í Kaplakrikanum leika FH og ÍBV. Leikirnir fara fram 22. og 23. júlí.
8-liða úrslit:
Grindavík - Fylkir
Fram - ÍA
KA - Keflavík
FH - ÍBV
—
Í kvennaflokki mætast Haukar og Valur, Breiðablik og ÍBV, Stjarnan og KR og loks Þróttur og FH.
Í kvennaflokki mætast Haukar og Valur, Breiðablik og ÍBV, Stjarnan og KR og loks Þróttur og FH. Allir þessir fjórir leikir fara fram 17. júlí.