
Eyjamenn tryggðu sér sæti í átta-liða úrslitum bikarkeppninnar með 3-1 sigri á Breiðabliki í Eyjum. Á 10.mínútu skoraði Marc Goodfellow fyrsta mark sitt fyrir ÍBV með óverjandi skoti og draumamarki. Á 41. mínútu kom annað mark ÍBV og var þar að verki Alexander Ilic eftir samvinnu Stoke-strákana. Á 65. mínútu sendi Bjarnólfur góða stungusendingu inn fyrir vörn Blika á Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem skoraði þriðja mark ÍBV. Þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka fór loks að sjást til Breiðabliksmanna og á lokamínútu leiksins tókst Blikum að minnka muninn í tvö mörk og var þar að verki Kristófer Sigurgeirsson.
Sindri (2. deild) tók á móti Keflvíkingum. Yfirburðir gestanna voru ekki eins miklir og margir bjuggust við. Guðmundur Steinarsson skoraði á 28. mínútu og Þórarinn kristjánsson skoraði annað mark eftir sjaldséð varnarmistök hjá Sindra. Varamaðurinn Jóhann Benediktsson innsiglaði sigur gestanna með glæsilegu marki á 83. mínútu og Keflavík komnir áfram eftir 3-0 sigur á Höfn.
Skagamenn unnu Víkinga 4-1 á Valbjarnarvelli í skemmtilegum leik og Ólafur Þór Gunnarsson, markvörður ÍA, sá um að heimamenn skoruðu aðeins eitt mark. Hjörtur Hjartarson kom gestunum yfir úr vítaspyrnu á 9. mínútu. Fyrirliði ÍA, Gunnlaugur Jónsson, var réttur maður á réttum stað níu mínútum síðar og potaði boltanum yfir línuna. Hálfdán kom ÍA í 3-0 eftir sendingu frá Pálma. Haukur Gunnarsson minnkaði muninn á 75. mínútu með góðu marki eftir fínan undirbúning Sváfnis Gíslasonar. Gunnlaugur innsiglaði síðan sigurinn með góðum skalla eftir hornspyrnu á 81. mínútu.
Úrslit 16.liða úrslitanna í Coca Cola bikarnum:
Víðir - KA 0-2
Valur - Fram 2-3
KS - Grindavík 1-3
Stjarnan - FH 0-2
KR - Fylkir 0-1
Víkingur R. - ÍA 1-4
Sindri - Keflavík 0-3
ÍBV - Breiðablik 3-1