Tveir leikir fóru fram í áttundu umferð Símadeildarinnar í gær. Lið Breiðabliks var hálf-vængbrotið á móti Keflavík því slatti af leikmönnum liðsins voru í banni eða meiddir. Þar á meðal vantaði varnarjaxlinn Che Bunce en vörn Blika var hræðileg í leiknum. Gestirnir frá Keflavík komust yfir á 17.mínútu með glæsilegum skalla frá Gunnari Oddssyni. Markahrókurinn Guðmundur Steinarsson bætti við marki eftir misskilning í vörn heimamanna og staðan 0-2. Síðasta mark fyrri hálfleiks kom á 38.mínútu og var þar að verki Hólmar Örn Rúnarsson með þriðja mark Keflavíkur og sigurinn nánast tryggður. Blikar komu allt öðruvísi stefndir í seinni hálfleikinn og það tók Kristján Brooks ekki langan tíma að minnka muninn. Guðmundur Steinarsson skoraði annað mark sitt og kom sínum mönnum í 4-1 með skalla. Bjarki Pétursson skoraði síðan lokamarkið en Blikar töpuðu 2-4 fyrir Keflavík og eins og staðan er í dag held ég að flestir spái Fram og Breiðablik falli.
Efsta lið deildarinnar, Fylkir, mætti ÍA í Árbænum. Hjörtur Hjartarsson sóknarmaður ÍA hefur verið duglegur upp við mark andstæðingana í sumar og það tók hann aðeins 10 mínútur að skora fyrsta mark leiksins. Steingrímur Jóhannesson er markheppnasti leikmaður deildarinnar að mínu mati og það sýndi sig þegar hann jafnaði metinn með mikilli heppni, snjall framherji hann Steingrímur. Sævar Þór Gíslason fékk síðan kjörið tækifæri til að koma Fylki yfir þegar hann fékk vítaspyrnu en Ólafur Gunnarsson varði. Seinni hálfleikur byrjaði af miklum krafti og þegar fimm mínútur voru liðnar af honum skoraði Pétur Björn Jónsson af stuttu færi fyrir heimamenn. Skagamenn sóttu síðan af krafti það sem eftir lifði af leiknum en án árangurs og Fylkir komnir einir á toppinn eftir 2-1 sigur.
–
Fylkir – ÍA 2-1
0-1 Hjörtur Hjartarsson (10)
1-1 Steingrímur Jóhannesson
2-1 Pétur Björn Jónsson (51)
Breiðablik – Keflavík 2-4
0-1 Gunnar Oddsson (17)
0-2 Guðmundur Steinarsso
0-3 Hólmar Örn Rúnarsson (38)
1-3 Kristján Brooks (47)
1-4 Guðmundur Steinarsson
2-4 Bjarki Pétursson (89)
–
Markahæstir:
1. Hjörtur Hjartarsson - ÍA (8)
2. Kristján Brooks – Breiðablik (5)
3-4. Sverrir Sverrisson – Fylkir (4)
3-4. Sævar Þór Gíslason – Fylkir (4)