
Efsta lið deildarinnar, Fylkir, mætti ÍA í Árbænum. Hjörtur Hjartarsson sóknarmaður ÍA hefur verið duglegur upp við mark andstæðingana í sumar og það tók hann aðeins 10 mínútur að skora fyrsta mark leiksins. Steingrímur Jóhannesson er markheppnasti leikmaður deildarinnar að mínu mati og það sýndi sig þegar hann jafnaði metinn með mikilli heppni, snjall framherji hann Steingrímur. Sævar Þór Gíslason fékk síðan kjörið tækifæri til að koma Fylki yfir þegar hann fékk vítaspyrnu en Ólafur Gunnarsson varði. Seinni hálfleikur byrjaði af miklum krafti og þegar fimm mínútur voru liðnar af honum skoraði Pétur Björn Jónsson af stuttu færi fyrir heimamenn. Skagamenn sóttu síðan af krafti það sem eftir lifði af leiknum en án árangurs og Fylkir komnir einir á toppinn eftir 2-1 sigur.
–
Fylkir – ÍA 2-1
0-1 Hjörtur Hjartarsson (10)
1-1 Steingrímur Jóhannesson
2-1 Pétur Björn Jónsson (51)
Breiðablik – Keflavík 2-4
0-1 Gunnar Oddsson (17)
0-2 Guðmundur Steinarsso
0-3 Hólmar Örn Rúnarsson (38)
1-3 Kristján Brooks (47)
1-4 Guðmundur Steinarsson
2-4 Bjarki Pétursson (89)
–
Markahæstir:
1. Hjörtur Hjartarsson - ÍA (8)
2. Kristján Brooks – Breiðablik (5)
3-4. Sverrir Sverrisson – Fylkir (4)
3-4. Sævar Þór Gíslason – Fylkir (4)