Þú ert greinilega með eitthvað inside information sem enginn annar hefur aðgang að, hvar færðu svoleiðis?
En já, það er alveg á hreinu að Shevchenko er frábær íþróttamaður og metnaðarfullur, en mér finnst því miður allt of algengt að áhugamenn séu gegnsýrðir af þeirri skoðun að það eina sem leikmenn hugsi um sé glory og peningar. Svona eru ekki allir. Hverju breytir það hvort þú ert með 50,000 pund á viku eða 150,000 ? Þegar þú ert kominn með svona fáránlegar upphæðir er það löngu hætt að skipta máli. Svo er ekki eins og AC Milan sé að fara að vinna neitt.
Shevchenko og Rebrov hafa ekki farið leynt með það að þeir vilji spila saman, en Rebrov er ekki á leið frá Tottenham á næstu árum.. Ég veit ekki betur (og væntanlega þú ekki heldur) en að Shevchenko hafi sjálfur sagt að hann hafi áhuga á að fara til Tottenham, og að viðræður væru komnar á alvarlegt stig. Það er mikil uppbygging í gangi hjá Tottenham, þeir eru með mjög mikið af ungum og efnilegum strákum innan um reynslumeiri menn, og verður gaman að sjá hvernig sú blanda kemur út í vetur. Brotthvarf Sol Campbell er ekki jafn alvarlegt og margir halda, og hefur hann sýnt með sínum mikla hórdómi í fjölmiðlum upp á síðkastið að fótboltinn er nánast aukaatriði hjá honum..