Jæja kæru AC-félagar nær og fjær - martröðin er orðin að veruleika. Floppó Inzaghi hefur skrifað undir 5 ára samning við Milan og létu Galliani & co hinn nýkomna Christian Zenoni frá Atalanta fylgja með til Juventus í staðinn. Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja; Milan er mitt hjartfólgnasta lið í heiminum, og Inzaghi stendur fyrir allt sem ég þoli ekki í fótbolta. Hvernig fæ ég þetta til að ganga upp ?!? Vonandi breytist hann bara og verður ofsa skemmtilegur leikmaður (jamm, og Lee Bowyer verður þá líka fjallmyndarlegur næsta haust, uhumm). Það hlakkar eflaust í Juve-aðdáendum núna - losna við Floppó og fá að líkindum Christian Vieri í staðinn. Af hverju var hann ekki keyptur til Milan…eða Jardel…eða Salas…eða bara karlinn í tunglinu…allt frekar en ófétið hann Inzaghi. Jæja, segi ekki meir. Ef hann skorar eins og motherf***er á næsta tímabili tek ég hann í sátt. En sá skal líka vinna fyrir kaupinu sínu.
Snökt - Forza Milan