Fram í djúpum skít Í gær fór ég á einn leiðinlegasta leik sem ég hef séð í mjööög langan tíma. Fram mætti KR í Laugardalnum. Fátt var um fína drætti… eða bara fátt um drætti! Eina mark leiksins skoraði Einar Þór fyrir KR eftir 17.mínútur með skalla. Þegar ég reyni að hugsa til baka og finna eitthvað athyglisvert úr leiknum gríp ég í tómt. Þessi leikur var bara ein stór leiðindi. Því miður eru mínir menn í Fram í mjög djúpum skít eftir þennan leik og er það alls ekki ásættanlegt að vera aðeins með þrjú stig þegar tímabilið er næstum því hálfnað. Hinsvegar eru KR-ingar í skýjunum yfir að hafa loks unnið og krækt í þrjú stig. Nýji Hollendingurinn hjá KR, Sergio Ommel, var í byrjunarliðinu en var skipt útaf fyrir Moussa Dagnogo. En ég nenni ekki að eyða meiri tíma í þennan leik. KR vann í Botnslag 0-1.

Á Hásteinsvelli léku ÍBV og Valur. Skotinn McMillan fékk leikheimild fyrir leikinn og var í byrjunarliði Vals. Leikurinn var nokkuð grófur og í fyrri hálfleik voru bæð lið oft aðeins hársbreidd frá því að skora en ekki tókst það. Stoke-strákurinn Lewis Neal var í aðalhlutverki í liði ÍBV í seinni hálfleik og skoraði eitt mark og lagði upp annað fyrir Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Heimamenn náðu sér í þrjú mikilvæg stig í deildinni.



Fram – KR 0-1
0-1 Einar Þór Daníelsson (17)

ÍBV – Valur 2-0
1-0 Lewis Neal (72)
2-0 Gunnar Heiðar Þorvaldsson (90)