Mér hefur alltaf fundist Charlton frekar leiðinlegt lið en ég er búinn að horfa á nokkra leiki með þeim á þessu tímabili og þeir eru að spila mjög skemmtilegan og góðan fótbolta. Nýi markmaðurinn þeirra Frank Arnesen er búin að standa sig nokkuð vel og það eru fáir sem komast í gegnum vörn Charlton, þar sem Hermann stýrir vörninni frábærlega. Miðjan með Smertin og Kishishev er að standa sig frábærlega, og þá tala ég nú ekki um Danny Murphy sem er maðurinn sem er að láta þetta lið ganga. Dennis Rommendahl gefur líka hraðann á kantinum sem að flest lið vantar. Darren Bent hefur, eins og ég spáði :), verið að brillerra og hefur sýnt að hann hefur rosalega hæfileika og hann verður pottþétt frammi með Rooney í Enska landsliðinu eftir nokkur ár. Hann kom frá Ipswich í sumar og hann er bara búinn að vera of geðveikur. Mér finnst Charlton liðið vera mjög skemmtilegt og gott í alla staði og þá tala ég nú ekki West Ham, sem að eru búnir að sýna góða hluti í byrjun árs.
Ég segi að Charlton eigi eftir að enda árið í svipaðri stöðu og Everton á næsta ári en þá verða þeir að ná góðum úrslitum á móti toppliðiðunum. Mín ágiskun er að þeir lendi í minnsta lagi í 7. sæti.
Ég vona að þið hafið ‘notið’ greinarinnar og engin skítköst….þið fáið niðurgangsköst á móti…blaut niðurgangsköst.
Nathan Ellington, Ledley King, Daniele De Rossi, Dean Ashton, Gianpaolo Pazzini og Nigel Reo-Coker eru bestu knattspyrnumenn heimsins í dag!