Arsenal á varnarmannaveiðum
Samkvæmt hollenskum fréttum er talið að Arsenal bjóði í hinn 21 árs varnarnagla hollenska landsliðsins, Kevin Hofland. Allavega ef Campbell fer ekki til þeirra, en hann ætlar víst að tilkynna ákvörðun sína á morgun. Hofland lék sinn fyrsta landsleik með A - landsliðinu sl vetur og Man Utd, Middlesborough og fleiri hafa verið að fylgjast með honum. Drengurinn leikur fyrir PSV Eindhoven og verðmiðinn mun vera nálægt 10 millum. Annars kæmi ekki á óvart að Campbell færi til Arsenal, því það er eina liðið sem ekki hefur sagt hreint út að hann fari “pottþétt” þangað. Inter og Barcelona virðast vera með það nokkuð á hreinu!