Verið er að fjalla um það á mörgum knattspyrnusíðum á netinu þ.a.m. Heimasíðu AC-MILAN www.milanmania.com að Tottenham sé að hugsa um að bjóða 25M pund + Steffan Iversen í skiptum við Shevchenko. Sagt er að SuperSheva sé óánægður hjá Milan fyrir þær sakir að liðið spilar ekki í CL næsta tímabil og svo vegur það líka á móti að ef hann fer frá Milan þá fær hann að spila með sínum gamla félaga, Rebrov og að spila á Englandi í PL sem hefur alltaf verið ósk hjá Sheva.

Ef þetta gerist myndi ég hiklaust halda með Tottenham á Englandi vegna þess að Milan er mitt lið og SuperSheva er einn af bestu sóknarmönnum í heiminum í dag, það væri sorglegt að sjá svona góðann knattspyrnumann fara til Englands þar sem hann er að brillera í einni af sterkustu deild í heimi, frekar ætti hann að leita í meira challenge t.d. á Spáni (ef hann myndi þá skipta um félag).

FORZA MILAN
FORZA SHEVA