Jæja……það er eitt sem ég var að pæla í.
Miðað við það sem ég hef séð til kr-liðsins þá virðast leikmenn þess ekki leggja sig nógu mikið fram..
Halda kannski að þar sem þeir (Við =) unnum deildina í fyrra . Og voru tæplega að spila vel , þá komi þetta bara af sjálfu sér.
Eins og með Valsleikinn…þegar það var búist við fyrirfram að þetta yrði bara markaleikur fyrir Kr.

Er ekki málið bara að fá þjálfara í liðið sem getur lagað sálfræðilegu hliðina…svona þjálfara , sem gerir þeim grein fyrir því að þeir þurfa að mæta í HVERN EINASTA LEIK og berjast eins og dýr fyrir lífi sínu….því ef kr ætla að verða meistarar aftur , þá virðist það vera eina leiðin.
Btw. Ég vona að Winnie verði góður þjálfari , hann var mjög góður leikmaður (og með reynslu frá alveg fullt af þjálfurum)…enn leikurinn í kvöld var vonbrigði , 1-1 jafntefli við Breiðablik í Frostaskjólinu….2 mönnum fleiri síðustu 18 mín.

Já , gott fólk. Það er ekki gaman að vera kr_ingur þessa dagana…Enn ég hef nú samt fulla trú á liðinu ennþá…Vonum bara það besta og tökum titilinn aftur í ár…3ja árið.

Blabla , later…og GO Kr bara =)

Ps. Ég reyndi að skrifa þetta eins og ég væri hlutlaus….mistókst einhvers staðar á leiðinni held ég :p
.