
Það var einstefna í Árbænum þar sem Eyjamenn komu í heimsókn. Hinn ungi Ólafur Ingi Skúlason (bráðum leikmaður Arsenal) var felldur inní teig ÍBV og vítaspyrna dæmd. Sævar Þór tók spyrnuna og skoraði af öryggi. Hann var svo aftur á ferðinni á 26.mínútu eftir sjaldséð mistök af hálfu Birkis Kristinssonar í marki ÍBV, 2-O. Birkir gerði önnur mistök þegar hann misreiknaði langa sendingu Hrafnkels Helgasonar og boltinn lak inn. Englendingurinn Marc Goodfellow kom inná sem varamaður í liði ÍBV og hleypti nýju blóði í leik liðsins, en hann er nýkominn til Eyja í láni frá Stoke ásamt Lewis Neal. Samt skoraði Eyjapeyjinn Steingrímur Jóhannesson annað mark sitt í deildinni og fjórða mark Fylkis í leiknum. Öruggur 4-0 sigur hjá Fylki.
Framarar hafa verið einstaklega óheppnir í leikjum sínum í sumar (fyrir utan leikinn gegn ÍA) og engin breyting varð á í gær. Þeir fengu tvö dauðafæri í byrjun seinni hálfleiks í Kaplakrikanum gegn FH sem þeir náðu ekki að nýta. Þorbjörn Atli fékk eitt slíkt á 65.mínútu sem Daði varði vel. Síðar fylgdi Davíð Þór Viðarsson eftir skoti frá félaga sínum og skoraði af stuttu færi eina mark leiksins og FH hirti öll þrjú stigin sem í boði voru í heldur tíðindalitlum leik.
–
ÍA – Grindavík 3-1
1-0 Hjörtur Hjartarsson (1)
1-1 Óli Stefán Flóventsson (29)
2-1 Hjörtur Hjartarsson (30)
3-1 Hálfdán Gíslason (80)
Fylkir – ÍBV 4-0
1-0 Sævar Þór Gíslason (vsp) (15)
2-0 Sævar Þór Gíslason (26)
3-0 Hrafnkell Helgason
4-0 Steingrímur Jóhannesson (67)
FH – Fram 1-0
1-0 Davíð Þór Viðarsson