Owen bjargar Englandi frá tapi í Paris
Michael Owen framherji Liverpool bjargaði Englandi naumlega frá tapi á móti Frökkum í Paris í kvöld með jöfnunarmarki á 86. mínútu eftir að hann hafði verið settur inná á 79. mínútu í stað Paul Scholes leikmann Man Utd. Þetta sýnir enn og aftur að Michael Owen sé besti enski sóknarmaðurinn í boltanum í dag. Andy Cole sem spilaði 8. landsleik sinn fyrir England náði enn ekki að skora fyrir Englendinga en þess má geta að hann hefur aldrei náð að skora fyrir enska landsliðið.