Alvaro Recoba leikmaður Inter Milan og Dida markvörður AC Milan hafa verið dæmdir í eins árs leikbann vegna falsaðra vegabréfa. Yfir tíu leikmenn voru dæmdir í leikbann, en einn var sýknaður Juan Sebastian Veron hjá Lazio.
Tveir fyrrum leikmenn meistaraliðs Roma fengu einnig árs bann, Brasilíumaðurinn Fabio Junior og Argentínumaðurinn Gustavo Bartelt. Auk þeirra fengu fjórir brasilískir leikmenn Udinese árs bann og þrír afrískir leikmenn hjá Sampdoria fengu sex mánaða bann.
Nokkur félög fengu fjársektir og þá hæstu fékk Udinese sem sektað var um tæplega 140 milljónir króna. Inter og Lazio fengu sekt upp á liðlega 90 milljónir króna, Roma um 70 milljónir, Vicenza og AC Milan tæplega 50 milljónir.