Alan Stubbs, leikmaður Celtic er að öllum líkindum á leið til Everton. Hann mun fá 25 þús pund á viku og þeokkalega sáttur við það. Hann hefur alla ævi verið Everton aðdáandi og það mun sennilega gera útslagið, þó Celtic vilji gjarna halda honum áfram.
Sam Allardyce, stjóri Bolton reyndi allt til að halda Robbíe Elliot áfram hjá Bolton, en þessi 27 ára fyrrum Newcastle maður er að fara þangað aftur. Craig Bellamy var að skrifa undir samning við þá líka þannig að bobby Robson er duglegur þessa dagana.
Stoke City hefur samþykkt tilboð Cardiff upp á 800 þús pund í Graham Kavanagh. Spurningin er bara hvort hann vilji fara þangað, hefur lýst því yfir að hann vilji spila í sterkari deild en annari deildinni ensku. Hann er eitthvað hræddur um að missa landsliðssæti sitt á Írlandi.
Glenn Roeder, stjóri West Ham, virðist vera að krækja í hinn eftirsótta markmann Coventry, Magnus Hedman hinn sænska. Talið er að ef hann fari til West Ham, muni Shaka Hislop fara til Millwall. Magnus mun kosta 2,5 til 3 millur.