
Valur ákvað um helgina að leysa rúmenska knattspyrnumanninn Constantin Stanici undan samningi við félagið. Rúmeninn náði ekki að heilla Valsmenn á þeim stutta tíma sem hann var hjá félaginu. Hann fékk að spreyta sig í tveimur leikjum en ekkert stórkostlegt. Ekki hafa Valsmenn efni á að vera með svo dýran leikmann á bekknum og þar sem þjálfarinn sá ekki fyrir sér að tefla Stanici fram í byrjunarliðinu á næstunni var sú ákvörðun tekin að láta leikmanninn fara. Á sama tíma og Stanici yfirgefur herbúðir Vals fá Valsmenn nýjan leikmann í vikunni. Sá er Jón Gunnar Gunnarsson, sem leikið hefur með FH-ingum undanfarin ár. Jón er 24 ára gamall miðju- og sóknarmaður sem leikið hefur um 80 leiki fyrir FH í 1. deild og skorað 16 mörk. Af mbl.is.