Fyrir nokkrum árum síðan (held þremur) var Júgóslavi hjá Leiftri dæmdur í bann vegna athugasemdar frá íþróttadeild RÚV þar sem brot hans var sýnt ítrekað. Það vakti mikla athygli mína það sumar að fljótlega síðar náðist Hilmar Björnsson (þá í KR) á mynd þar sem hann steig viljandi á Lárus Sigurðsson (Val). Það var með ólíkindum að vasklegir íþróttafréttamenn og sjálfskipaðir agadómarar skildu ekki vera jafn röskir við að sýna þetta aftur og þar með ýta undir það að Hilmar Björnsson fengi bann.
Nú hafa þeir hinir sömu annað tækifæri þar sem að í sjónvarpsleiknum í gær sást augljóslega til ákveðins leikmanns KR (nafngreini hann ekki hér) stíga á Matthías Guðmundsson hjá Val. Menn geta séð þetta sjálfir það er þeir sem eru svo heppnir að eiga upptöku af leiknum, en þetta átti sér stað á uþb 70 mínútu.
Það verður spennandi að fylgjast með íþróttafréttamönnum RÚV, sérstaklega í ljósi þess að þeir eru þekktir fyrir óhlutdrægni(!!!) og verða seint kenndir við það að fylgja vesturbæjarstórveldinu að málum, eða hvað finnst ykkur.
Það vita það auðvitað allir sem fylgjast með að íþróttafréttamenn eiga ekki að geta valið menn í bann eftir hentugleik,en forddæmið er komið og nú geta þeir ekki enn einu sinni litið framhjá brotum KR-inga, á kostnað annarra.
Þeir taka þetta til sín sem eiga…..