Ég verð að segja að ég er mjög vonsvikinn yfir frammistöðu Íslands í gær á móti Króatíu. Ok…FLOTT hjá okkur eða Eiði að skora þarna en það er einmitt vandamál Íslands að þegar við erum komin með 1-0 stöðu og svo fer sú staða niður þá getum við ekki skít því að við erum alltaf að trysta á þessa 1-0 stöðu.
Svo eigum við að geta betur því að við erum alls ekki með lélega leikmenn, við erum með menn eins og Eið, Heiðar Helguson, Hermann Hreiðarson, Gylfa og Tryggva úr FH. Fínir leikmenn þar á ferð sem eiga að gera betur. Það má ekki alltaf kenna þjálfurunum um eða hvað. Eru þeir vandamálið að Ísland séu svona lélegir í fótbolta. Við höfum haft fullt af þjálfurum á síðustu árum og höfum bara með þeim náð að kriesta út nokkra sigra en samt þá mest með Ásgeiri og Loga og ég væri alveg til í að sjá þá gera eitthvað betur með svona gott lið eins og ÍSland er.
Áhorfendurinr þurfa að gera betur og mæta á völlin og maður mætti halda að eftir sigurinn á Ítölum og rústið á S-Afríku að mennirnir ættu að styðja strákanna á vellinum. Líka að verða aðeins æstir þegar við erum komnir yfir og virkilega öskra.
Svo var þetta mark hjá Króötum þegar boltinn fer í stongina og í Árna og inn þá langaði mig helst að gráta að við látum svona mörk á okkur, skammarlegt. Og svo er ekkert merkilegt að ná 0-0 á móti Þýskalandi á heimavelli, áttum að vinna þann leik!
Mér langar að sjá eitthvað meira með þetta lið sem við höfum !!
Jói Fel er flottur þess vegna læt ég hann fylgja með