1. Chelsea - Get ekki séð fyrir mér að önnur lið komist nálægt þeim í ár, frábærir leikmenn í öllum stöðum, engin staða illa mönnuð og mjög góðann stjóra, vona bara að þeir verði ekki ósigraðir í ár.
2. Liverpool/Arsenal - Get ekki gert upp á milli þessara liða, evrópumeistaranir og bikarmeistaranir munu berjast um annað sætið og erfitt að skera úr um hver verði ofar.
3. Liverpool/Arsenal
4. Charlton - Góð byrjun og ég held að charlton muni slá í gegn í ár Alan Churbisley er að gera góða hluti og Darren Bent er leikmaður fyrir framtíðina.
5. Manchester Utd. - Góð byrjun en ég hef ekki mikið álit á þeim, held að Ferguson sé útbrunninn.
6. Manchester city - Hefðu átt að komast í UEFAcup í fyrra en Fowler klúðraði víti á versta tíma. Eina liðið sem sigraði Chelsea í fyrra og vafalaust topp lið þó brottför Wright-Phillips svekki þá mikið.
7. Tottenham - Hef því miður ekki jafn mikið álit á totturum og hann Kim en þeir geta staðið sig mjög vel og jafnvel verið í baráttu um meistaradeildarsæti.
8. Aston Villa - Fengu Baros sem er eflaust góður styrkur og eiga sannarlega möguleika á UEFAcupsæti.
9. Everton - Komust í meistaradeildina og komust svo ekki í meistaradeildina. Komu öllum á óvart með 4. sæti í fyrra og unnu t.d. Manchester united. Held að þeir eigi ekki möguleika á svipuðum árangri á þessu tímabili.
10. Bolton - Stóðu sig vel seinast og munu eflaust standa sig vel held að þeir verði þó ekki í UEFA cupsæta baráttunni
11. Middlesborough - Middlesborough er því miður stuck in the middle… held að þeir losni aldrei þaðan.
12. Fulham - Coleman er með sæmilegt lið í ár og gaman að sjá hvernig Heiðar stendur sig með þeim. Malbranque er einnig maður sem er eftirtektarverður.
13. Blackburn - eitt af fjórum liðum sem hafa unnið premier league, en Blackburn er ekki lengur topplið.
14. Birmingham - Meðallið í alla staði, komnir með Nicky Butt sem færir þeim örugglega einhverja reynslu þó að hann hafi spilað illa fyrir newcastle í fyrra.
15. Newcastle - Greame Souness er ekki maður að mínu skapi og ég held að newcastle sé að hraka mikið. Hlakka til leiks þeirra við west ham þegar Shearer og Shreringham mætast.
16. West Ham - Sheringham mættur enn á ný og ekki hættur að skora!
17. Wigan - Nýliðar í úrvaldsdeildinni og algjörlega óskrifað blað, vona innilega að þeir haldi sér í deildinni. Fyrsti leikurinn gegn Chelsea var mjög góður.
18. W.B.A. - Björguðu sér með naumindum frá falli á ótrúlegann hátt í fyrra en nú held ég að þetta sé búið spil, W.B.A. er einfaldlega ekki jafn gott og hin liðin frá Birmingham, Birmingham og Aston Villa.
19. Sunderland - Nýliðarnir hafa byrjað mjög illa, ósigur í fyrstu fjórum leikjunum og ég spái þeim næstneðstum, gætu þó komið að óvart.
20. Porthsmouth - Vona innilega að þeir falli núna, tel þá ekki eiga úrvalsdeildarsæti skilið.