
Það er þó ekkert komið á hreint, en glaður myndi ég unna Ipswich hefndina.
Ekki er talið ólíklegt að Tottenhamleikmaðurinn Stephen Carr muni fara til Barcelona fyrir eins og 10 millur. Víst er að Hoddle vill það nú ekki beinlínis, en Carr fór í heimsókn á Nou Camp ásamt vini sínum Sol Campell og hefur eflaust átt orð við þessa kalla.
Hinsvegar eru Barca menn óhressir með Campbell, því þrátt fyrir alla peningana sem hann mun fá, fari hann til Spánar, vill hann fría ferð einu sinni í mánuði til Englands, svona til að heimsækja vini og kunningja, og fá frí frá æfingum í þá 2-3 daga sem ferðin mun taka. Barca mönnum finnst þetta út í hött (og mér líka).