
Mörk Grindvíkinga í Bakú skoruðu þeir Paul McShane á 12. mínútu og Sinisa Kekic á 18. mínútu og voru Grindvíkingar því tveimur mörkum yfir, 2-0, í hálfleik. Heimamaðurinn Akhmedov minnkaði svo muninn í 2:1 á 48. mínútu.
Grindvíkingar mæta svissneska félaginu Basel í næstu umferð.