Nú er það væntanlega enn í fersku minni, fyrir þá sem horfa á enska boltann, árangur Everton í úrvalsdeildinni á seinasta tímabili. Hvernig þeir byrjuðu tímabilið af svakalegum krafti og einnig hvernig engin trúði því að þeir myndu ná að hanga svona út tímabilið, en þeir gerðu það. Þeir kláruðu meira að segja nógu ofarlega til að komast í Meistaradeild Evrópu.
Nú er ég að hugsa hvort það gæti einnig orðið raunin fyrir Manchester City á þessu tímabili. Það er að sjálfsögðu algjörlega ómögulegt að dæma um það á þessum tímapunkti en svo þegar maður lítur á tölurnar…
City eru nú á sínu lengsta “ósigraða” tímabili, ef svo má að orði komast, síðan árið 1970, þegar liðið var eitt það besta í ensku úrvalsdeildinni. Ég er ekki alveg viss hvað liðið er búið að fara marga leiki ósigrað en ég held að þeir eitthvað um tíu talsinns.
Einnig má taka það fram að það má vera að þeir séu búnir að selja Wright-Phillips en það virðist ekki ætla að halda aftur af þeim í baráttunni í deildinni. Þeir eru náttúrurlega búnir að kaupa Darius Vassell og Andy Cole í sóknina og eru miklar vonir bundnar þeim kaupum. Birt var á heimasíðu Manchester City að þeir tveir séu búnir vera mjög góðir á æfingum hingað til. Svo þar að auki er eins og flestir vita búið að lengja samning Kiki Musampa við City um eitt ár sem ætti að vera til mikilla bóta fyrir liðið.
Ég sé því ekki neina ástæðu fyrir því af hverju þeir ættu ekki að geta náð nokkuð góðum árangri í vetur. Ég er auðvitað ekki að búast við að þeir nái jafn góðum árangri og Everton í fyrra en samt alveg UEFA sæti og jafnvel hærra, en þeir rétt misstu af því í fyrra.
Ekki samt fara vera með eitthvað skítkast um að það sé alltof snemmt að fara að tala svona þegar svo stutt er liðið af tímabilinu því að þetta eru auðvitað bara vangaveltur og draumórar mínir sem má lítið taka mark á þegar lengra er liðið á árið.
Ég ætla svo bara rétt að vona að City byrji ekki að skíttapa öllum leikjum sem á eftir þessarri grein koma því það yrði mjög vandræðalegt fyrir mig.
Takk fyrir lesturinn.