Stókfréttir og annað dót Terry Burton hjá Wimbledon hefur mikinn áhuga á að fá þá Graham Kavanagh og James O´Connor hjá Stoke. Vitað var að Kavanagh vill upp um amk eina deild og O´Connor vill fara. Gillingham vill einnig reyna við Kavanagh en Burton er víst lengi búinn að fylgjast með kalli. Það verða pottþétt einhverjar breytingar hjá Guðjóni og co, Hvít-Rússinn kominn í vörnina, þeas ef hann fær leikheimild og einhverjir á förum. Hélt reyndar að fimm manns væru á förum, það kom einhverntíma fram. John Rudge, hjá Stoke, segir að það þurfi að borga vel fyrir að krækja í þessa tvo.

Aðrar smáfréttir: Umbinn hans Kieron Dyer segir hann ekkert á förum frá Newcastle. Hann sé þar samningsbundinn og hafi fullan hug á að halda þar áfram.
David James er ákveðinn í að halda áfram hjá Aston Villa. Hann var ekkert sérstaklega happy þar sl vetur en segir að fyrst þeir séu byrjaðir að kaupa menn sé hann glaður og staðfestir áframhaldandi hopp sitt milli stanganna þar.