Bogarde semur við Chelsea
Winston Bogarde segir á heimasíðu sinni að hann hafi gert fjögurra ára samning við Chelsea en þangað fer hann á frjálsri sölu frá Barcelona. Þá hefur Chelsea hefur staðfest á heimasíðu sinni að félagið hafi selt Emerson Thome til Sunderland á 540 milljónir króna eftir aðeins níu mánuði í herbúðum Lundúnarliðsins.