Eric Cantona, gamli Leedsari!!!, vill meina að Vieira ætti bara að yfirgefa Arsenal ef hann saknar þess að handleika dollur. Cantona sagði við BBC sport að Vieira væri einn besti franski fótboltakall sem komið hefði upp í mörg ár. Hann ætti ekki að hanga hjá Arsenal ef það sé bara vegna aðdáendanna, ef hann vilji titla þá ætti hann bara að fara. Og hvert, spyr ég. Það er afar, afar, afar ólíklegt að Arsenal myndi nokkurntíma leyfa honum að fara til Man Utd, enda segja Arsenal kallar að hann sé ekki til sölu, hvað sem í boði er. Það eru semsagt ýmsar sögur ennþá í gangi um drenginn, allt frá því að hann sé afar ánægður hjá liðinu og uppí að hann ætli ekki að koma aftur á Highbury frá Miami þar sem hann er akkúrat núna í sumarfríi.
Ps; ég er nú ekki sammála Cantona. Ef menn eru ánægðir ættu þeir að sjá sóma sinn i að hjálpa sínu liði, ekki hórast um víðan völl fyrir meiri pening. Bara gamli ungmennafélagsandinn!