
Á Þriðjudagskvöldið léku nýliðarnir í deildinni, FH og Valur. Það var ekki mikið um marktækifæri í leiknum en þau sem komu voru flest hjá heimamönnum í Hafnarfirðinum. Þegar rúmur hálftími var liðinn stökk Baldur Bett upp í skallaeinvígi sem hann vann. Atli Viðar Björnsson fékk boltann, lék upp að endamörkum og negldi fyrir markið. Boltinn fór framhjá Þórði í markinu og eina mark leiksins staðreynd. Þórður stóð sig þó vel í markinu. Þessi 1-0 sigur FH var mjög mikilvægur fyrir baráttu þeirra í Símadeildinni
—
FH – Valur 1-0
1-0 Atli Viðar Björnsson (34)
Grindavík – ÍBV 3-1
1-0 Grétar Hjartarsson (25)
2-0 Grétar Hjartarsson (57)
3-0 Sinisa Kekic (66)
3-1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson (84)
—
Íslandsmeistarar KR taka á móti Fylki í kvöld á heimavelli sínum í Frostaskjóli kl.20, en þessi lið börðust um meistaratitilinn allt til loka Íslandsmótsins í fyrra. Leikurinn er hluti af 10. umferð í Símadeild karla sem verður leikin um miðjan júlí en þessum leik var flýtt vegna þátttöku beggja liða í Evrópukeppni á þeim tíma. Leikurinn verður í beinni á Sýn.