Það er ljóst að margur maðurinn að bíða eftir að átökin byrja í ensku úrvalsdeildinni nú um helginna. Enda langvinsælasta knattspyrnudeild í heimi.

En nú 05/06 leiktíðin sem er að hefjast er því miður, held ég, eftir að valda vonbrigðum. Hún á ekki eftir að vera mjög spennandi og ég held að fótboltalega séð sé hún ekki eftir að verða jafn góð og fyrri ár. Nema þá í stærstu leikjunum.
Það eru bara fjögur lið sem geta gert almennilega atlögu að titlinum og því miður verður að teljast líklegt að Chelsea sé eftir að leiða kapphlaupið aftur þetta ár.
Þetta er öðruvísi en fyrri ár þar sem Man Utd, Arsenal, Leeds, Liverpool og Newcastle voru líkleg til að gera einhverjar rósir í deildinni og það voru líka fleiri lið á sama mælikvarða og þau.
Það er einfaldlega vegna þess að Chelsea, Man Utd, Arsenal og Liverpool skara nú fram úr öllum öðrum liðum á pappírum. Á meðan þessi lið eru ávallt að styrkja sig er alltof lítið að gerast hjá þessum minni liðum í deildinni.

En nú er aðeins eitt lið sem er kannski eftir að veita þessum liðum einhverja samkeppni og það er Tottenham sem eru með ungt lið en samt kominn með duglegan reynslubolta sem er eftir að leiðbeina liðinnu vel.

Mín spá fyrir fyrstu fimm þetta árið er sem sagt:
1.Chelsea
2.Arsenal
3.Man Utd
4.Liverpool
5.Tottenham

Ef við lítum frá þessum liðum og segjum kannski að WBA og Wigan eigi eftir að keppa, því miður eru þessi lið bara einfaldlega ekki nógu góðm fótboltalega séð og verði því síður skemmtilegt að horfa á þau eigast við. Ég er ekki bara að tala eitthvað bull vegna þess að ég fylgdist vel með 1.deildinni síðasta tímabil auk þess að sjá West Bromwich þónokkuð oft.

Þannig að mín skoðun er að gæði knattspyrnunnar verður því miður eigi jafn góð og áður. Hvað finnst ykkur?