
“Það er engin spurning að við ætlum okkur sigur í öllum átján leikjum Íslandsmótsins, nú er þréttan lokið og fimm eftir. Að minnsta kosti förum við í alla leiki til þess að vinna þá.”
Tryggvi segist þó vera smeikur fyrir næsta leik,“ það er Þróttur á Laugardalsvelli næst, og okkur gengur ekkert sérstaklega vel þeim velli,” sagði Tryggvi minnugur tapsins fyrir Fram í bikarkeppninni fyrir viku.
Aðspurður hver sé leikmaður tímabilsins það sem af er móti segir Tryggvi að nánast ómögulegt sé að gera upp á milli leikmannana en nefnir þó Allan Borgvardt og Auðun Helgason sem kandídata í þá nafnbót.