“Þetta er besta FH lið sem ég hef séð frá því ég fæddist,” sagði Tryggvi Rafnsson Guðfaðir Hafnarfjarðarmafíunnar, stuðningsmannaklúbbs FH í samtali við Vísi.is eftir að liðið burstaði Grindavík í kvöld 8-0. Tryggvi þorir ekki að fagna Íslandsmeistaratitlinum strax en segir þó að þeir þurfi að vera algjörir aular til að klúðra þessu upp úr því sem komið er.
“Það er engin spurning að við ætlum okkur sigur í öllum átján leikjum Íslandsmótsins, nú er þréttan lokið og fimm eftir. Að minnsta kosti förum við í alla leiki til þess að vinna þá.”
Tryggvi segist þó vera smeikur fyrir næsta leik,“ það er Þróttur á Laugardalsvelli næst, og okkur gengur ekkert sérstaklega vel þeim velli,” sagði Tryggvi minnugur tapsins fyrir Fram í bikarkeppninni fyrir viku.
Aðspurður hver sé leikmaður tímabilsins það sem af er móti segir Tryggvi að nánast ómögulegt sé að gera upp á milli leikmannana en nefnir þó Allan Borgvardt og Auðun Helgason sem kandídata í þá nafnbót.