
Skagamenn lögðu Breiðablik að velli 3-1. Kópavogsliðið hafði forystu í leikhléi, en tvö mörk frá heimaliðinu litu dagsins ljós í upphafi seinni hálfleiks. Snilldartaktar Ólafs Þórs Gunnarssonar markvarðar komu í veg fyrir að Blikum tækist að jafna metin. Ólafur varði vítaspyrnu frá Kristóferi Sigurgeirssyni undir lokin. Grétar Rafn Steinsson gerði út um leikinn mínútu síðar með góðu marki.
KR-ingar unnu langþráðan og sanngjarnan sigur á Keflvíkingum 2-0. KR eru lausir úr fallsæti og virðast til alls líklegir í næstu leikjum miðað við frammistöðu þeirra í gærkvöld. Einar Þór skoraði fyrra markið og lagði upp það síðara markið fyrir nýja Skotann, Andy Roddie, en hann var valinn maður leiksins.
—
KR - Keflavík 2-0
1-0 Einar Þór Daníelsson
2-0 Andy Roddie
ÍA - Breiðablik 3-1
0-1 Kristján Brooks (29 m.)
1-1 Hjörtur Hjartarson (v) (50)
2-1 Gunnlaugur Jónsson (55)
3-1 Grétar Rafn Steinsson (89)
Fylkir - Fram 4-2
1-0 Sverrir Sverrisson (15)
2-0 Sævar Þór Gíslason (20)
3-0 Sævar Þór Gíslason (28)
3-1 Þorbjörn Atli Sveinsson (43)
4-1 Sverrir Sverrisson (45)
4-2 Haukur Hauksson (47)