Lokaleikur 12.umferðar Landsbankadeildar karla, leikur Vals og Fylkis endar pottþétt með jafntefli og því verða FH-ingar komnir með 8 stiga forskot og geta fagnað titilinum á Þjóðhátíð í Eyjum. Leikmenn beggja liða verða með hugann við undanúrslitaleik félaganna í bikarkeppninni þann 4. ágúst. Leikurinn fer annað hvort 0-0 eða 1-1.
Valsmenn hafa verið afar sannfærandi á heimavelli í sumar, unnið Gindavík 3-1, Skagamenn 2-0, Framara 3-0, KR-inga 3-0 og þá sigraði liðið 1.deildarlið Hauka (litla séra Friðrik) létt í bikarnum 5-1 á Hlíðarenda. Hins vegar hafa Valsmenn beðið ósigur í einum leik á heimavelli en það var gegn Íslandsmeisturum FH, í leik sem tapaðist 1-0 og voru séra Friðriks drengir heppnir að tapa ekki stærra fyrir Hafnfiðingunum.
Fylkismenn eru hins vegar frábærir á útivelli. Fylkismenn hafa farið til Vestmannaeyja, Siglufjörð(í bikar), Kópavogsvöll (í bikar gegn HK) á Laugardalsvöll gegn Þrótti, til Grindavíkur, uppá Skaga og á KR völl og alls staðar unnið. Eina liðið sem hefur náð stigi gegn Fylki á heimavelli sínum er Keflavík það sem af er móti.
Þorlákur Árnason, þjálfari Fylkis, þjálfaði Valsmenn síðast þegar þeir voru í efstu deild en féll með liðið. Þorlákur var afar vinsæll á Hlíðarenda en viðskilnaður hans við félagið var leiðinlegur og eflaust hlakkar í Þorláki að gera út um vonir Valsmanna á Íslandsmeistaratitlinum og bikarmeistaratiltilinum á einungis átta dögum.
Gáfnaljósið heldur að Þorláki og félögum takist að færa FH-ingum átta stiga forystu fyrir Verslunarmannahelgina og þar með Íslandsmeistaratitilinn.
Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn klukkan 20:00. Arnar Björnsson lýsir leiknum. Honum lyktar með jafntefli annaðhvort 0-0 eða 1-1 og eigum við ekki að segja að Gummi Ben skori mark Valsmanna og Guðni Rúnar Helgason geri mark Fylkis.
Vanti þig auðveldan pening fyrir Verslunarmannahelgina, settu þá x á þennan leik því stuðullinn er sléttur þrír.
Byrjunarliðið Vals (4-4-2) Kjartan; Steinþór, Grétar, Atli, Bjarni Ólafur; Sigþór, Sigurbjörn, Stefán, Baldur ; Gummi Ben, Matthías.
Byrjunarlið Fylkis; (4-3-3) Bjarni Þórður, Kristján, Valur Fannar, Ragnar, Gunnar Þór; Hrafnkell, Helgi Valur, Guðni Rúnar; Viktor Bjarki, Björgólfur, Christian Christiansen.
Gáfnaljósið kveður….