Það gæti farið svo að Jaap Stam, annar tveggja miðherja United (Henning Berg og Mickael Silvestre get því miður ekki talist miðherjar) gæti verið frá allan september mánuð vegna meiðsla. En hann meiddist í leik WestHam og ManUtd. Hinn miðherjinn, Ronny Johnsen, er ennþá meiddur en er væntanlegur aftur fyrr en seinna.
Þessi tíðindi gætu þvingað sir Alex til að taka upp budduna og fjárfesta í einhverjum leikmanninum. Heitasta nafnið í dag er Sol Campbell, sem á undanförnum árum hefur verið sterklega orðaður við ManUtd. Sol er ekki enn búinn að skrifa undir nýjan samning við Spurs og telja stjórnendur Lundúnaliðsins að hann muni ekki gera svo og eru þeir því reiðubúnir að selja þennan sterka leikmann fyrir litlar 9 milljónir punda.