Frank De Boer í árs bann
Hollenski knattspyrnumaðurinn Frank de Boer hefur af knattspyrnusambandi Evrópu verið úrskurðaður í eins árs keppnisbann, sem refsingu fyrir notkun steralyfsins nandrolone. Í þvagi kappans eftir leik með Barcelona fyrir mánuði, fannst fjórfalt það magn sem leyfilegt er. De Boer er fyrirliðið hollenska landsliðsins í knattspyrnu, sem hefur nú misst tvo menn í bann, auk de boer hefur Edgar Davids einnig fundist sekur um neyslu lyfsins. De Boer hefur þrjá daga til að áfrýja dómnum.