Haukur Ingi Guðnason sóknarmaðurinn sem spilar með KR í sumar var tæklaður illa á annari mínútu leiksins við Grindavík í Grindavík á sunnudaginn. Albert Sævarsson fór út á móti Hauk með þeim afleiðingum að keyra þurfti Hauk í burtu í sjúkrabíl.
Gísli Hlynur Jóhannsson dómari leiksins átti að dæma á þetta augljósa brot og þar sem það var innan vítateigs var þetta klárlega vítaspyrna. Það er greinilegt að Gísli hafði ekki kjark í sér til að dæma á þetta brot.
Haukur er óbrotinn en verður frá í 5-7 vikur að talið sé. Lærvöðvinn er illa skaddaður og á eftir að koma í ljós hvaða áhrif þetta hefur fyrir ferill framherjans hjá Liverpool en hann er í læani frá Liverpool til KR í sumar.
Þessi dómur eða öllu heldur skortur á dóm setti tóninn fyrir restina af leiknum. Það var greinilegt að Gísli lét þetta slá sig útaf laginu og náði hann aldrei tökum á leiknum eftir þetta.
Albert Sævarsson markvörður sem braut svona illa á Hauk gerði lítið annað en að gagngrína dómgæsluna eftir leikinn og kenndi henni um hvernig fór. Albert Sævarsson má nú þakka fyrir að hafa ekki verið rekinn útaf fyrir þetta fólskulega brot á Hauk Inga þar sem Albert fór ekki á eftir boltanum heldur manninum.
Grindavík spilað mjög grófan leik og fannst mér þeri verðskulda þau spjöld sem að þeir fengu og hefðu átt að fá fleirri. Það má hinsvegar segja að KR hafi sloppið við sjald einu sinni eða tvisvar en það gerðu Grindvíkingar líka. Það var greinilegt að Grindavík stillti upp með að klára þennan leik á hörkunni en ekki með því að spila fótbolta.
Góðu fréttirnar, ef svo má kalla, eftir þennan leik eru þær að Haukur er óbrotinn og á vonandi eftir að ná sér að fullu.
Haukur, það sem ekki drepur mann, styrkir mann.
Baráttukveðjur,
Xavier@hugi.is