Lippi þjálfar Juventus - staðfest.
Varaforseti Juventus, Vittorio Chiusano, hefur loksins fengist til að staðfesta að Carlo Ancelotti verði sagt upp störfum sem þjálfari liðsins um leið og tímabilinu lýkur um næstu helgi. Chiusano sagði ennfremur að engu breytti héðan af hvort Juve yrðu meistarar eða ekki - ákvörðunin hefði þegar verið tekin. Eftirmaður Ancelotti er svosem ekki ókunnugur á Stadio Delle Alpi. Hann er sjálfur Marcello Lippi sem gerði Juventus að langbesta liði Ítalíu og einu besta liði heims á árunum ‘96 - ’98. Endurkoma hans ætti því að vera Juveaðdáendum kærkomin á meðan við Milanmenn höfum réttilega áhyggjur af málinu . . . . .