
Nelson Vivas er farinn til Inter Milan. Fór frítt og er ægilega glaður með það.
forsvarsmenn Sunderland segjast alveg vera að ná samningum við Bordeaux um kaup á Lilian Laslanders, 29 ára frönskum landsliðsmanni. Allavega fyrrverandi landsliðsmanni þar sem hann var ekki valinn í hópinn í álfukeppnina sem lauk um daginn. Kaupverð ca 3 millur. Peter Reid segir hann góðan kost í framlínuna þar sem Nial Quinn hefur verið mikið frá vegna meiðsla. Þess má geta að Paris St Germain og Celtic voru að pæla í honum líka.