Ítalskt dagblað hleypur á sig Á mánudagsmorgun voru eintök af blaðinu Gazzetta dello Sport seld á götum úti þar sem hyllt er “Ítalíumeistara” Roma, en Roma mistókst að tryggja sér titilinn þar sem þeir gerðu jafntefli við Napoli á sunnudaginn. Ritstjóri blaðsins sagði að greinarnar hefðu verið unnar áður ef til þess skyldi koma að Roma landaði titlinum á sunnudaginn. Greinunum var síðan dreift til þeirra aðila sem prenta blaðið svo hægt væri að henda þeim inn ef Roma ynni.

Blaðið baðst innilegrar afsökunar á þessu og bætti við að það væru allir niðurbrotnir vegna þessa.

Svo er gaman að geta þess að í fyrra þá var gefið út íþróttablað sem var dreift fyrir lokaumferðina í fyrra þar sem var mynd af Juventus að fagna Ítalíumeistaratitlinum, en það var Lazio sem stóð uppi sem sigurvegari eftir dramatíska lokaumferð. Þeir kunna að klúðra hlutunum þarna í Ítalíu.

Upplýsingar fengnar á: www.gras.is