Dagblað í París sagði í morgun að það hefði öruggar heimildir fyrir því að Manchester United hefði látið Lilian Thuram úr greipum sínum renna, og að hann muni ganga til liðs við Juventus fyrir c.a. 24.000.000 punda.
En í staðin munu þeir opinbera það á morgun eða hinn að Patrick Viera muni spila fyrir djöflana á næsta tímabili.
Sagt er að Viera sé óformlega búinn að búinn að semja við Man Utd, og muni fara fram á sölu frá Arsenal á morgun.
Það sem átti eða vega þyngst í þessari ákvörðun hans er sú þrá hans að lyfta bikari, og svo hjálpaði það til að Fabien Barthez og Mickael Silvestre, félagar hans úr franska landsliðinu spila báðir með United.

p.s.
Í guðana bænum ekki fara að bíta hausinn af mér ef þið trúið þessu ekki, ég þýði þetta aðeins frá þeim heimildum sem ég hef. ;)