Skrautlegur leikur
Ekki skal maður afskrifa það að fara á leik í 2. eða 3.deild, ég ´sá leik Hk og Barðastrandar í þriðju deildinni en hann var vægast sagt skrautlegur, í fyrri hálfleik gerðist reyndar vart mikið merkilegt nema þrjú mörk hjá HK en í síðari hálfleik fór að draga til tíðinda Hk fékk vítaspyrnu og markvörður Barðastrandar fékk gult spjalt og HK skoraði úr spyrnunni en um 5 mínútum síðar var önnur vítaspyrna dæmd á markvörðinn og rautt spjald fyrir áras á einn leikmann HK, nýkominn inn á sem varamaður neyddist Hreimur Örn Heimisson(einnig söngvari lands og sona) að fara í markið, þrátt fyrir að 20 mínútur voru eftir fékk hann bara tvö mörk á sig (reyndar bara 2 skot á sig líka) en hann virstist láta litlu pollana bak við markið eitthvað pirra sig þegar þeir hrópuðu inn á völlin til hans og svaraði bara til baka, honum tókst líka að drífa ekki út fyrir vítateig í einni markspyrnunni en það hef ég ekki séð áður, því er greinilegt að þessi leikmaður Barðastrandar ætti að halda sig í poppbransanum en ekki fótboltanum. Rétt fyrir leikslok var Izudin Daði Dervic rekinn af bekknum en hann mun vera þjálfari Barðastrandar, mjög skemmtielgur leikur sem sannar að efsta deildin er ekki allt og um 100 manns sáu þennan leik og virtust skemmta sér konunglega en einu færri tókst Barðastrandarmönnum að setja tvö mörk og því úrslitin 6-2