Valur tapaði fyrir ÍA Fjórðu umferð Símadeildar karla í knattspyrnu lauk í kvöld með leik Vals og ÍA á Hlíðarenda. Fyrri hálfleikurinn var mjög bragðdaufur en staðan í hálfleik var markalaus. Skagamenn voru sterkari en náðu ekki að skapa sér nægilega hættuleg færi til að skora. Í síðari hálfleik fór Hjörtur Hjartarson á kostum. Hann skoraði fyrsta markið á 49. mínútu eftir langa sendingu frá Gunnlaugi Jónssyni og svo bætti hann öðru marki við á 56. mínútu eftir hann komst einn inn fyrir vörn Valsmanna. Skagamenn unnu góðan 0-2 sigur á Valsmönnum.



Valur - ÍA 0-2
0-1 Hjörtur Hjartarson (49 m.)
0-2 Hjörtur Hjartarson (56 m.)



Markahæstu menn eftir fjórar umferðir: -Lið Mörk (Víti)

1 Hjörtur Hjartarson - ÍA 4 (1)
2-7 Jóhann Georg Möller - FH 2
Haukur Ingi Guðnason - Keflavík 2
Matthías Guðmundsson - Valur 2
Grétar Rafn Steinsson - ÍA 2
Sinisa Kekic - Grindavík 2
Ólafur Örn Bjarnason - Grindavík 2 (2)