Keflavík og Fylkir unnu Fjórða umferð Símadeildarinnar hófst í gær með tveimur leikjum þar sem Grindavík vann Fram 1-2 og ÍBV vann KR 1-0. KR-ingar eru því sem stendur í fallsæti en næsti leikur þeirra er gegn Keflavík. KR mun skarta nýjum leikmanni í leiknum því hinn óákveðni Andy Roddie hefur gengið til liðs við þá. Í kvöld fóru tveir leikir fram í deildinni.

Fylkir vann Breiðablik 0-2 í Kópavoginum. Pétur Björn Jónsson kom gestunum yfir á 25. mínútu eftir slæm mistök hjá varnarmanni Breiðabliks. Þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum bætti Sverrir Sverrisson við marki. Fylkismenn náðu sér því í sín fyrstu stig á útivelli í sumar.

Keflavík tók á móti FH í þeim leik sem ég útnefni “stórleik umferðarinnar”. Eftir aðeins sjö mínútna leik komust Keflvíkingar yfir og var þar að verki Þórarinn Kristjánsson. Haukur Ingi Guðnason skoraði eftir hálftíma leik en Jón Þorgrímur Stefánsson minnkaði muninn fyrir FH. Magnús Þorsteinsson tryggði síðan Keflvíkingum 3-1 sigur með marki á 83.mínútu eftir góðan undirbúning Guðmundar Steinarssonar.




Fram - Grindavík 1-2
0-1 Sinisa Kekic, 42. mín
1-1 Ómar Hákonarson, 69. mín
1-2 Paul McShane, 79. mín

ÍBV - KR 1-0
1-0 Aleksandar Ilic á 52. mín.

Keflavík - FH 2-1
1-0 Þórarinn Kristjánsson, 7.mín
2-0 Haukur Ingi Guðnason, 29.mín
2-1 Jón Þorgrímur Stefánsson, 45.mín
3-1 Magnús Þorsteinsson, 83.mín

Breiðablik - Fylkir 0-2
0-1 Pétur Björn Jónsson 25.mín
0-2 Sverrir Sverrisson 75.mín

Umferðinni lýkur með leik Vals og ÍA á morgun (mánudag) en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn.