Eriksson hefur farið fram á það, við FA, að fá Lee Bowyer í landsliðshópinn. Bowyer er í banni frá landsliðinu meðan yfirheyrslur og réttarhöld yfir honum standa yfir. FA svaraði Eriksson strax með nei-i. Sven Göran hefur áhuga á að bæta Bowyer og Kieron Dyer í hópinn, en verður að bíða vegna meiðsla og banns.
Eriksson hefur látið hafa það eftir sér að hann ´sjái Bowyer sem framtíðarmann, vinstra meginn á miðjunni í landsliðinu. Af öðrum Leedsurum er það að frétta að Michael Bridges, sem var nokkurnveginn búinn að ná sér af ökklameiðslunum sem hafa haldið honum frá fótbolta í allan vetur, meiddi sig alvarlega á hné og er jafnvel talið að hann verði ekki með fyrr en líður að jólum. Ferlegt fyrir drenginn, slæmt fyrir Leeds og vont fyrir Newcastle sem hafa víst beðið með 7 milljóna boð í hann í marga mánuði, eða þar til hann er orðinn hress.