hér ætla ég að skrifa umfjöllum um hvern leikmann fyrir sigí leiknum gegn búlgaríu, það er að segja eins og mér fannst(og sá)
1.Árni Gautur Arason: Hafði lítið að gera og reddaði því sem hægt var að gera var klaufi að missa fasta aukaspyrnu Búlgara en sýndi skemmtilega takta í lok leiksins með því að leika á 2 sóknarmenn búlgara, einkunn 7
2. Auðun Helgason annar tveggja FH-inga í liðinu stóð sig ágætlega sýndi sig vel á könntunum og á vel heima í hægri bakverðinum einkunn, 7
3.Arnar Þór Viðarsson er hinn FH-ingurinn í liðinu sem spilaði í vinstri bakverðinum og hljóp útúr stöðum var aldrei í leikmanninum sem hann átti að dekka og missti oft klaufalega boltann að mínu mati ekki leikmaður sem á heima í landsliðinu
einkunn 5
4. Arnar Grétarsson að ég held eini eða einn af fáum blikum sem spilað hafa með landsliðinu, stóð sig ágætlega vann ágætlega á miðjunni en missti klaufalega boltann, en miðjan var aldrei mjög örugg, einkunn: 6
5. Brynjar Björn Gunnarsson ekki fyrsti og ekki seinasti Kr-ingurinn í landsliðinu vann vel sem varnarmiðjumaður en þurfti alltof oft að láta miðverðina redda sér sem á ekki að þurfa að gerast einkunn 6
6. Rúnar Kristinsson annar KR-ingur og spilaði á miðjunni var algjörlega úti að aka í leiknum, klúðraði dauðafæri(um) og nennti ekki að hlaupa eftir boltanum að miðjunni, jafn góður leikmaður á að nota hæfileika sína betur en hann gerði og ef hann notar þá ekki á að skipta honum útaf því nóg af leikmönnum eru útaf til að koma inná. Einkunn 5
7. Hermann Hreiðarsson var yfirburðar leikmaður í íslenska liðinu og hirti alla skalla og alla bolta sem komust nálægt vörninni og gaf íslenska liðinu mikið öryggi, verst að eyjamenn skapa ekki svona menn á færibandi, Einkunn 9
8. Eyjólfur Sverrisson sauðkrækingurinn annar tveggja íslensku landsliðsmanna sem aldrei hefur spilað í efstu deild var dáltið í skugga Hermanns en spilaði einnig mjög vel og svo sannarlega vel að fyriliðabandinu kominn, einkunn: 8
9. Eiður Smári Guðjohnsen var mjög ógnandi í leiknum en reyndi of oft einleik og nennti stundum ekki að hlaupa eftir boltanum, gerði mjög góða hluti í leiknum og gef gott mark. einkunn 7,5
10. Framarinn Helgi Sigurðsson væntanlega sá leikmaður sem ég þoli minnst í íslenska liðinu og finnst mér hann ofmetinn en stóð sig mjög vel í þessum leik og var næstbesti maður íslenska liðsins, hljóp vel á kanntinum, ógnaði vel, og var óheppinn að skora ekki mark einkunn 8,5
11.Ríkharður Daðason var mjög ógnandi í byrjun leiks en var orðinn heldur þreyttur þegar leið á fyrri hálfleik og hætti að hlaupa, kom svo með þetta frábæra mark en fór svo útaf í hálfleik Einkunn 7
16. Heiðar Helguson kom inn á í hálfleik fyrir ríkharð og var ógnandi og pressaði vel, og berst vel, sást síðan ekkert seinasta korterið og var eini íslenski leikmaðurinn sem náði sér í spjald, ekki í góðu formi kannski útaf hversu lítið hann fær að spila hjá Watford. einkunn 7