Það var svosem komið fram að Gustavo Poyet myndi yfirgefa Chealsea í sumar. Vialli er æstur í að fá hann til Watford en Poyet vill vinna einhverja titla, segir hann. Houllier Poolari vill hann fyrir ca 2 millur, en kallinn kom frítt frá Real Zaragosa sumarið 97´. Tottenham hefur líka sýnt áhuga á þessum 33 ára framherja. Liverpool hefur nú sosum gert fín kaup í leikmönnum sem taldir eru á síðasta snúningi og á ég þá náttúrulega aðallega við McAllistair, minn gamla vin úr Leeds.
Sam Allardyce, stjóri Bolton vill fá Eið Smára aftur “heim”. Eitthvað verið að halda því fram að Eiður sé ósáttur við stöðu sína í Chealsea og þurfi að kljást um framherjastöðuna við Hasselbaink og Zola aftur næsta vetur. Í fyrsta lagi kostar Eiður sennilega eitthvað meira en fjórar millur í dag og ég sé hann varla fara til Bolton. Svo hefur manni heyrst á viðtölum við Eið að hann sé bara nokkuð sáttur, bjóst ekki við að spila neitt að ráði síðustu leiktíð.