Akureyrarliðin efst í B-deildinni Þórsarar trjóna á toppnum í 1. deild eftir 2:0 sigur á Þrótti á Akureyrarvelli í gær. Besti maður vallarins, Orri Hjaltalín, skoraði fyrra markið og lagði hitt upp fyrir Pétur Kristjánsson. Að loknum fjórum umferðum eru Þórsarar með 10 stig á toppi deildarinnar en KA-menn eru með jafnmörg stig í öðru sæti eftir sigur á KS, 3:1, á Siglufirði. Ari Már Arason kom heimamönnum yfir á mölinni en Hreinn Hringsson jafnaði fimm mínútum síðar. Þorvaldur Makan þrumaði knettinum efst í hornið og Sverrir Jónsson skoraði þriðja markið.

Stjörnumenn unnu sannfærandi sigur á Víkingum 3:1, sem skilar þeim í þriðja sæti. Björn Másson, Arnór Guðjohnsen og Garðar Jóhannsson (v) skoruðu mörk Stjörnunnar en Sumarliði Árnason minnkaði muninn fyrir Víking. Tindastóll vann sinn fyrsta sigur í deildinni í ár þegar Leiftursmenn komu óvænt í heimsókn á Krókinn í gærkvöld en leikurinn var færður þangað vegna vallarskilyrða á Ólafsfirði. Lokatölur urðu 2:0 eftir tvö mörk heimamanna á síðustu 20 mínútunum. Þá vann ÍR 2-0 sigur á botnliði Dalvíkur.


Staðan eftir fjórar umferðir:

1. Þór Ak. 10
2. KA 10
3. Stjarnan 8
4. ÍR 6
5. Víkingur 5
6. Þróttur 5
7. Tindastóll 5
8. Leiftur 3
9. KS 1
10. Dalvík 0