Dacourt fer hvergi!
Fréttir bárust í gær frá Englandi að Oliver Dacourt miðjumaðurinn sterki hjá Leeds hafi krafist þess að fá nýjan samning og var gefið í skyn að launakröfurnar yrðu all miklar. Þetta á að hafa komið til vegna áhuga Inter og Barcelona á miðjumanninum sem nýlega var valinn í franska landsliðið í fyrst sinn. Nú hefur Peter Ridsdale tilkynnt að Dacourt fái nýjan samning og hefjast viðræður um leið og Dacourt kemur heim frá Japan þar sem hann spilar með franska landsiðinu þessa dagana. Dacourt hefur lýst því yfir að hann sé ánægður hjá Leeds og er hann viss um að liðið sé á réttri leið og eigi eftir að vinna titla á næstu árum og er hann viss um að það byrji strax á næstu leiktíð. Hann leiðrétti líka þann misskilning sem var með launakröfur hans og sagðist einungis vilja sanngjarnan samning miðað við mann í hans gæðaflokki en ekki einhver “David Beckham laun”.